Veðurkort – Austfirðir

Eins og Íslendingar þekkja þá getur veðrið á fróni verið afar óútreiknanlegt og er veðurfarið á Seyðisfirði engin undantekning. Best er að vera viðbúin öllum veðráttum og þá sérstaklega ef ætlunin er að skoða þær náttúrugersemar sem fjörðurinn býður upp á. Hlýr fatnaður, vindheld yfirhöfn og góðir gönguskór eru þarfaþing. Á vorin og haustin má eiga von á afar breytilegu veðurfari, jafnvel sól, rigningu, vind, logni og snjókomu á einum og sama deginum!

Seyðisfjörður er þekktur fyrir Austfjarðarþokuna sem skríður inn fjörðinn, sveipar húsin hvítum silkislæðum og skapar sérstæða dulmagnaða stemningu.

Yfir sumartímann eru ófáir dagar og kvöld þar sem hreyfir ekki vind og þá er fátt dásamlegra en að sitja útivið í góðum félagsskap og sleikja sólina með angan af hafinu og gróðursældinni fyrir vitunum.

Gagnlegir hlekkir: