Upplýsingamiðstöð ferðamanna

Upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar er í ferjuhúsinu að Ferjuleiru 1 og er hún opin frá kl. 09:00 – 17:00 alla virka daga frá 1. maí til 30. september.   Frá 1. október – 30 apríl er miðstöðin opin alla virka daga frá 12:30-16:00. Þegar Norræna siglir til og frá Seyðisfirði yfir vetrartímann þá er miðstöðin líka opin frá kl. 08:00 – 12:00 á þriðjudögum og midvikudögum . Miðstöðin er einnig opin þann tíma sem skemmtiferðaskip liggur í höfn, hægt er að sjá lista yfir skipakomur hér.

Í upplýsingamiðstöðinni er hægt að fá ferðabæklinga af öllu landinu, götu- og göngukort, frímerki, póstkort, ofl. Í ferjuhúsinu eru salerni, frí þráðlaus nettenging fyrir gesti, minjagripaverslun og kaffitería sem er opin við komu og brottfarir skipa og ferja. Ferjuhúsið nýtist einnig sem biðstöð fyrir farþega Norrænu og rútufarþega Ferðaþjónustu Austurlands.

Upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar er rekin af Seyðisfjarðarkaupastað sem einnig rekur Tjaldsvæðið á Seyðisfirði.

Fyrir þá sem vilja hjálpa okkur að bæta þjónustuna vinsamlega fyllin inn þessa stuttu könnun. https://s.surveyplanet.com/SJwC3hbv-x

 

icon-home-gratt Upplýsingaþjónusta ferðamanna | Ferjuleira 1 | 710 Seyðisfjörður | KORT

icon-phone_gratt 472-1551

icon-mail_gratt [email protected]

Við erum á:
facebook

Ef þú vilt koma á framfæri einhverju sem við getum bætt eða kvarta yfir þjónustu á Seyðisfirði vinsamlega hlaðið niður þessi skjali Meðhöndlun kvartana íslenska., fyllið inn og sendið okkur í tölvupósti á netfangið hér að ofan.