Tjald- og húsbílastæði

Tjaldsvæðið er staðsett í hjarta bæjarins, er umgirt trjágróðri og hólfað niður með kjarri. Á Seyðisfirði syngja fossarnir þig í svefn.
Vinsamlega athugið að það er einungis leyfilegt að gista í tjaldi eða húsbíl á tjaldsvæðinu á Seyðisfirði. Það er EKKI leyfilegt að gista annars staðar innan bæjarmarkanna.

Tjaldsvæðið á Seyðisfirði er rómað fyrir góða þjónustu og hlýlegt umhverfi. á svæðinu er þjónustuhús með aðstöðu fyrir gesti. Eldunaraðstaða og seturstofa er í þjónustuhúsinu. Á tjaldsvæðinu eru sturtur, salerni, þvottavél, þurrkari, borðsalur, eldunaraðstaða inni, frír aðgangur að interneti, útigrill og aðstaða fyrir húsbíla, þar með talið rafmagn og hreinsiaðstaða fyrir húsbíla-wc. Hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu frá og með sumri 2017. Hundaeigendur eru beðnir um að fylgja reglum sem eru á svæðinu.

Í göngufæri er sjoppa, matvöruverslun, sundlaug, matsölustaðir, íþróttamiðstöð, sauna og heitir pottar, handverksmarkaður, Tækniminjasafnið, Skaftfell menningarmiðstöð og margt fleira. Tjaldsvæði Seyðisfjarðar er aðili að Útilegukortinu.

Hægt er að kaupa Útilegukortið og Veiðileyfi á tjaldsvæðinu.

Á þriðjudögum og miðvikudögum, meðan ferjan er á sumaráætlun, er gríðarlegt álag á tjaldsvæðinu. Það má því búast við erfiðleikum með að fá gott stæði og ráðlegt er að mæta snemma. Vinsamlega hafið í huga að starfsfólkið er að gera sitt besta til að dvöl ykkar sé sem ánægjulegustog þiggur með þökkum ábendingar um allt sem betur má gera.

Opið frá 1. maí til 31 Oktober
Við bjóðum núna upp á vetraþjónustu. Ef þú ert á Seyðisfirði og vilt gista hjá okkur endilega hafðu samband við [email protected] til að fá aðgang að þjónustuhúsi.

 Aldurstakmark er 18 ára nema í fylgd forráðamanna.

Tjaldsvæði upplýsingar Allar helstu upplýsingar á pdf skjali.

Tjaldsvæðið er rekið af Seyðisfjarðarkaupstað sem einnig rekur Upplýsingamiðstöð Ferðamanna.

Verðlisti 2019

 

Fullorðnir…………………………………………………………      1600 kr. hver nótt

Börn (14 ára og yngri)………………………………………….. Frítt

Elli- og örorkulífeyrisþegar……………………………………… 900 kr. hver nótt

Sturta………………………………………………………………… 100 kr. 2 mínútan

Þvottavél……………………………………………………………. 700 kr. skiptið

Þurrkari……………………………………………………………… 700 kr. skiptið

Rafmagn…………………………………………………………….. 750 kr. á sólarhring

Aðgangur að eldhúsi fyrir aðra en gesti tjaldsvæðisins: 1050 kr.

Gistináttaskattur 333 kr er ekki innifalinn í verðunum.

Ekki er tekið við bókunum nema fyrir stærri hópa.

 

icon-home-gratt Tjald- og húsbílastæði Seyðisfjarðar | Ránargata 1 | 710 Seyðisfjörður | Kort

icon-phone_gratt 472-1521

+ 354-624-1075

icon-mail_gratt [email protected] 

Við erum á:
facebook

Skilmálar

 1. Móttaka tjaldsvæðisins er opin 07:00-23:00 frá 1. Júní til 31. Ágúst. Í maí og September er móttakan opin frá 08:00-12:00 og 17:00-21:00. Ef þú kemur utan þess tíma vinsamlega greiðið fyrir gistinguna um leið og móttakan opnar.
 2. Aldurstakmark er 18 ára nema í fylgd forráðamanna.
 3. Þú velur þér stæði fyrir tjaldið þar sem laust er, nema þá daga sem er mikið að gera. Þá daga úthlutar tjaldvörður stæðum til gesta. Óheimilt er að fara með bíla á gróin svæði, vinsamlega aflestið bíla á þar til gerðum plönum. Vinsamlega akið á gönguhraða (10 km/klst) innan tjaldsvæðisins.
 4. Kyrrð á að vera á tjaldsvæðinu milli kl 22:00 og 07:00. Vinsamlega virðið nágranna ykkar og hafið hávaða í lágmarki.
 5. Eldunaraðstaða er á svæðinu. Vinsamlega haldið eldhúsinu hreinu og snyrtilegu. Setjið allt sorp í þar til gerða tunnur og virðið reglur um endurvinnslu. Tjaldvörður mun aðstoða með allar spurningar varðandi endurvinnslu á svæðinu. Opnir eldar eru stranglega bannaðir,útigrill eru við þjónustuhúsið vinsamlega notið þau ef matreiða á utandyra.
 6. Sturtur og salerni eru opin allan sólarhringinn yfir sumartímann. Vinsamlega skiljið við aðstöðuna eins og þið mynduð vilja koma að henni.
 7. Hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu að því gefnu að þeir eru alltaf í bandi og allur úrgangur hreinsaður upp og settur í ruslatunnur.
  1. Allt ónæði og/eða ógnandi hegðun hundanna getur endað með að þú verðir beðin um að yfirgefa svæðið.
 8. Reykingar eru stranglega bannaðar í húsnæði tjaldsvæðisins.
 9. Starfsfólk er að gera sitt besta til að dvölin verði sem ánægjulegust. Ef gestir sýna starfsfólki ekki almenna kurteisi og virðingu, áskiljum við okkur rétt til að vísa fólki burt af tjaldsvæðinu.
 10. Við brottför vinsamlega hreinsið stæðið almennilega og setjið allt sorp og endurvinnslu í þar til gerðar tunnur.
 11. Tjaldsvæði Seyðisfjarðar er rekið af Seyðisfjarðarkaupstað sem einnig rekur Upplýsingamiðstöð Ferðamanna á Seyðisfirði.
 12. Tjaldsvæði Seyðisfjarðar áskilur sér rétt til þess að breyta þessum skilmálum. Tjaldsvæði Seyðisfjarðar áskilur sér rétt til að vísa af svæðinu öllum þeim sem valda íbúum og gestum ónæði með óviðeigandi hegðun eða fylgja ekki reglum svæðisins.