Skíðasvæðið í Stafdal

Seyðisfjarðarkaupstaður og Fljótsdalshérað hafa samstarf um rekstur skíðasvæðis í Stafdal, sem liggur á milli Efri-stafs og Neðri-stafs í Fjarðarheiði. Aðeins er 10 mín. akstur frá Seyðisfirði og 15 mín. akstur frá Egilsstöðum.

Á skíðasvæðinu í Stafdal eru tvær diskalyftur og skíðabrekkur við allra hæfi, jafnt fyrir lengra komna sem styttra. Barnalyfta er einnig á svæðinu. Skíðabrekkur við neðri diskalyftu er flóðlýstar. Hægt er að kaupa léttar veitingar um helgar í skíðaskálanum.

Möguleikarnir eru endalausir í Stafdal og er svæðið eitt betra skíða- og brettasvæði á landinu. Troðnar eru brautir fyrir gönguskíði þegar færi gefst. Í Stafdal eru vélsleðamenn velkomnir og liggja leiðir þaðan til allra átta. Menn eru þó beðnir um að halda sig frá öllum troðnum brautum og öðrum þeim brekkum sem skíðað er í.

Starfrækt desember til maí. Opið daglega ef nægur er snjór og veður leyfir.

 

icon-home-gratt Skíðasvæðið í Stafdal | Stafdalur | 710 Seyðisfjörður

icon-phone_gratt 472-1160 | 878-1160 | 898-2798

icon-mail_gratt [email protected]

arrow_website-gratt Vefsíða