Starfsemi Skaftfells er helguð myndlist, með megin áherslu á samtímalist. Í Skaftfelli er öflugt sýningarhald, gestavinnustofa fyrir listamenn og kaffistofa með góðu myndlistar bókasafni. Skaftfell leggur áherslu á að vera tengiliður á milli leikinna og lærðra og stendur fyrir fjölþættu fræðslustarfi, jafnt á fjóðungs vísu og á alþjóðlegum grundvelli.
Upplýsingar um opnunartíma er að finna á heimasíðu Skaftfells
Skaftfell býður upp á fjölbreytt úrval bóka sem tengjast samtímamyndlist og Seyðisfirði. Bækur úr ýmsum áttum. Hafið samband við Skaftfell til að panta bók.
Skaftfell starfrækir þrjár gestavinnustofur á Seyðisfirði. Gestavinnustofurnar eru fyrst og fremst fyrir myndlistarmenn, en umsóknir frá listamönnum sem vinna á milli miðla eða í faggreinum er tengjast myndlist verða teknar til greina. Umsóknir frá hópum og fjölskyldum eru einnig vel séðar.
Fræðast nánar um gestavinnustofur
Skaftfell menningarmiðstöð | Austurvegur 42 | 710 Seyðisfjörður | KORT
Við erum á: