Sjóstöng

Sjóstöng, skoðunarferðir og fuglaskoðun

Sjóstöng – flökun – pökkun – skoðunarferðir – fuglaskoðunarferðir –  sérhannaðar ferðir, allt eftir óskum hvers og eins. Sjóstöng eins og hún gerist best undir handleiðslu Seyðfirska sjómannsins Haralds Árnasonar.  Haraldur er þrautreyndur og hefur verið sjómaður allt sitt líf. Báturinn er hraðfiskibátur, einn sá hreinasti í flotanum, sem skilar þér á fiskislóðina hraðar og þannig færðu meiri tíma við veiðar. Haraldur sýnir réttu handtökin við að gera að og flaka þannig að fiskurinn er tilbúinn til eldunar. Hægt er að fá fenginn verkaðan og framreiddan á veitingastað Hótel Öldu, hafið samband fyrir nánari upplýsingar.

Allar ferðir eru skipulagðar eftir þörfum hvers og eins þannig að upplifunin verði sem mest hvort heldur er sjóstöng, skoðunarferð eða fuglaskoðun.

Verð:
25,000 klukkutíminn 1-4 gestir
30,000 klukkutíminn með leiðsögumanni.

Opið allt árið, veltur þó á veðri hverju sinni.

icon-home-gratt Sjóstöng Seyðisfirði | Smábátahöfn | 710 Seyðisfjörður

icon-phone_gratt 785-4737

icon-mail_gratt [email protected]