Á einkabíl

Það getur verið sérlega ánægjulegt að keyra suður- eða norðurleiðina frá Reykjavík til Seyðisfjarðar á einkabíl og þá sérstaklega á sumrin. Skoðaðu vefsíðuna Safe Travel fyrir upplýsingar frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu um örugg ferðalög um landið. Fjarlægðin frá Reykjavík til Seyðisfjarðar er um 680 km. Á Íslandi eru margar bílaleigur starfræktar og hægt er að bóka beint á vefsíðunni Car Rental Iceland. Á vefsíðu Vegargerðarinnar eru greinagóðar upplýsingar um færð á vegum um landið. Einnig er hægt að hringja í síma 1777 til að fá nánari upplýsingar um færð.

Á rútum

Rútuferðir fara frá Umferðarmiðstöðinni B.S.Í. í Reykjavík hvern dag um allt land. Nánari upplýsingar á vefsíðu B.S.Í.

Rúta yfir Fjarðarheiði

Rútuferðir á vegum Ferðaþjónustu Austurlands fara yfir Fjarðarheiði dag hvern allt árið. Áætlun

Innanlandsflug

Flugið á milli Reykjavíkurflugvallar og Egilsstaða tekur um 1 klst. Skoðaðu vefsíðu Flugfélags Íslands fyrir nánari upplýsingar og bókanir.

Millilandaflug

Þónokkur flugfélög fljúga til Keflavíkurflugvallar frá mörgum áfangastöðum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Tékkaðu t.d. á vefsíðum Iceland Air og WOW air til að fá nánari upplýsingar og bóka flug til Íslands.

Ferjan Norræna siglir vikulega frá Seyðisfirði til Danmerkur og Færeyja árið um kring. Skoðið vefsíðu Smyril Line fyrir nánari upplýsingar og bókanir.