Post-Hostel

Post-Hostel er starfrækt í fyrrum póst- og símstöð Seyðisfjarðar við Hafnargötu 4. Húsið var byggt 1972 og tók þá við sem nýtt aðsetur Pósts- og síma.

Post-Hostel er vel staðsett við aðalgötuna í nálægð við hafnarsvæðið þar sem farþegaferjan Norröna leggst að. Boðið er upp á gistingu í 6 eins til fjögurra manna herbergjum með nýjum og notalegum rúmum. Fjögurra manna herbergi eru með tveimur rúmum og koju.

Aðgangur er að fullbúnu eldhúsi, þvottavél og þurrkara auk fríu þráðlausu neti.

Post-Hostel er starfrækt allt árið um kring.

icon-home-gratt Post-Hostel | Hafnargata 4 | 710 Seyðisfjörður | KORT

icon-phone_gratt 898-6242

icon-mail_gratt [email protected]

arrow_website-gratt Vefsíða

bokanuna-200