Handverksmarkaður

Rúmlega tuttugu handverksmenn á öllum aldri starfrækja þennan vinalega handverksmarkað saman. Þar er að finna fjölbreytt handverk, mikið úrval af ullarvörum og allskonar prjónavörum, einnig er þar að finna málverk, muni unnar úr leir, gleri, málmi, tré, hreindýrahornum og margt, margt fleira. Sjón er sögu ríkari.

Handverksmarkaðurinn er starfræktur árið um kring – daglega og samkvæmt samkomulagi.

Handsverksmarkaðurinn er á Norðurgötu 6 beint á móti Gullabúinu og Kaffi Láru.

icon-home-gratt Handverksmarkaður | Austurvegur 23 | 710 Seyðisfjörður | KORT

icon-phone_gratt 866-7859

Við erum á:

facebook