Gistiheimili Ólu

Gistiheimili Ólu er staðsett við friðsæla götu í Seyðisfjarðarbæ og er tilvalið fyrir fjölskyldur, hópa og pör.

Rúmgott fjölskylduherbergi er á jarðhæð og er það með sérinngangi. Í herberginu er m.a. tvíbreitt rúm, koja, borð og stólar, sófi, fataskápur og ísskápur. Möguleiki á að fá aukadýnur. Herbergið er með sér snyrtingu.

Á annari hæð eru tvö tveggja manna herbergi með aðgang að sameiginlegri snyrtingu.

Hrein rúmföt og handklæði fylgja öllum herbergjum. Aðgangur að þráðlausu neti er innifalinn.

icon-home-gratt Gistiheimili Ólu | Botnahlíð 13 | 710 Seyðisfjörður | KORT

icon-phone_gratt 862-2990

icon-mail_gratt [email protected]

arrow_website-gratt Vefsíða