Farfuglaheimilið Hafaldan

Farfuglaheimilið Hafaldan á Seyðisfirði er á tveim stöðum í bænum. Starfsemin hófst með komu ferjunnar Norrænu árið 1975 að Ránargötu 9. Húsið liggur norðan megin í bænum, u.þ.b. tveggja mín. keyrsla frá miðbænum. Eigandi farfuglaheimilisins, Þóra Guðmundsdóttir býr í einum helmingi hússins sem gefur því persónulegan blæ og útsýnið úr bláu stofu (borðstofunni) er öllum sem þar koma ógleymanlegt. Á gamla spítalanum að Suðurgötu 8 býður Hafaldan uppá fleiri og fjölbreyttari gistimöguleika. Árið 2013 voru gerðar endurbætur á húsinu til að sníða það betur að þörfum ferðalangsins og gestir hafa vart haldið vatni yfir hönnun þess og sjarma.

Á báðum stöðum er frábær aðstaða fyrir gesti: góð sameiginleg rými, eldhús, borðstofa, þvottavél og þráðlaus nettenging. Á Ránargötu er boðið uppá tveggja manna herbergi og fjögurra manna herbergi, öll með sameiginlegu klósetti og sturtuaðstöðu. Á Suðurgötu er boðið uppá tveggja manna herbergi með eða án baðherbergis, fjögurra og fimm manna herbergi, rúm í sameiginlegu herbergi og sérniðin fjölskylduherbergi. Það er hægt að leigja rúmföt á staðnum og einnig kaupa morgunverðarkörfu.

Hafaldan fellur undir grænt farfuglaheimili þar sem boðið er uppá flokkun sorps og allur lífrænn úrgangur fer til landnámshænanna á Ránargötu. Eggin þeirra skila sér síðan í eldhús gestanna þar sem þau eru seld fyrir klink í stykkjavís, framboð fer auðvitað eftir eggjaham hænsnanna og því hversu mikið af eggjum starfsfólk og gestir háma í sig, það er því ekki hægt að tryggja þessa þjónustu.

 

 

 

icon-home-gratt Farfuglaheimilið Hafaldan | Suðurgata 8 | 710 Seyðisfjörður | KORT

icon-phone_gratt 611-4410

icon-mail_gratt [email protected]

arrow_website-gratt Vefsíða

Við erum á:

google+ youtbe flickr facebook

bokanuna-200