Eins og perla í lokaðri skel
Á staðnum þar sem fossarnir syngja og furðufuglar fæðast eru bæjarbúar einkar vinalegir. Seyðisfjarðarbær liggur innst í hinum fallega Seyðisfirði og þaðan eru skemmtilegar gönguleiðir til nærliggjandi fjarða. Á Seyðisfirði geturðu átt á hættu að elska, skemmta þér látlaust, finna þig, verða fyrir hughrifum, dansa eða liggja látlaust og sleikja sólina.
Komdu í heimsókn á Seyðisfjörð, þar sem listin og menningin blómstrar og boðið er upp á dags ferðir með eða án leiðsagnar. Njóttu matargerðar úr héraði og upplifðu það sem okkar einstaki fjörður hefur upp á að bjóða.
Ævintýrið býður þín. Hlökkum til að sjá þig!